audurilitminnstHeimspekingurinn Epiktet var fæddur í Litlu Asíu um 50 eftir Krist.  Hann sagði:  Hve lengi ætlar þú að draga það að telja þig verðan æðstu gæða og brjóta í engu gegn tærri skynsemi?  Þú hefur tekið við boðskapnum sem þú átt að haga þér eftir.  Hvaða kennara annars bíður þú til að fela honum uppeldi þitt?  Þú et enginn unglingur lengur, heldur fullvaxinn maður.  ….. Teldu þig verðan þess að lifa sem þroskaður maður og batnandi.  Og allt sem þér virðist best, skal vera þér lög.

Í kristinni trú treystum við því að við verðum verð æðstu gæða fyrir gjöfina sem Jesús gefur okkur í krossinum og upprisunni.  Æðstu gæði okkar er þessi gjöf.  Og látum það ekki dragast að taka á móti henni – svo að við séum verðugar hverrar gæfu sem dagurinn býður okkur.

Með blíðum kveðjum,  Auður Eir