Í Kvennakirkjunni tölum við  um kvíðann og þann undursamlega sannleika að Guð læknar kvíða okkar.  Við skulum heyra loforð Guðs:

Guð sagði aftur og aftur við fólkið sitt að það skyldi alltaf rifja það upp fyrir sér hvernig hún hjálpaði því.  Fyrst og fremst skyldu þau minnast þess hvernig hún frelsaði þau þegar þau voru þrælar í Egyptalandi.  Þá leiddi ég ykkur yfir hafið og gegnum eyðimörkina.  Ég fór á undan ykkur á kvöldin eins og ljós til  að finna ykkur næturstað og ég gekk á eftir ykkur á daginn eins og ský svo að óvinirnir sem eltu ykkur sæju ykkur ekki.

Eins og Guð frelsaði fólkið sitt úr þrældómi í Gamla testamentinu með því að standa á milli þeirra og óvinanna segir í Nýja testamentið hvernig hún kom í Jesú til að frelsa okkur frá okkar eigin hugsunum sem elta okkur.  Hugsunum eins og kvíðanum.

Jesús kom og sagði við okkur:  Komið til mín með þungar hugsanir ykkar og ég gef ykkur frið í hjarta ykkar.  Ég gef ykkur minn frið en ekki það sem heimurinn kallar frið og er engnn friður.  Ég frelsa þig.  Þú þarft ekki að hafa áhyggjur af  því hvernig þú getur gert þetta.  Þú þarft ekkert að gera.  Þú skalt bara vera í mér eins og greinin er á tréinu.  Vertu í mér og þá finnurðu frið.

Guð blessar okkur orðið sitt.  Amen.