audurilitminnstSigmund Freud sem var held ég bara að sé kallaður faðir sálfræðinnar sagði að tvenns konar hættur stöfuðu að okkur. Þær ytri sem við sjáum og eru eðlilegar og við getum varað okkur á, og þær innri sem spretta upp í huga okkar. Hvað finnst þér? Ég kalla þessar innri hættur lífsóttann, og talaði um hann í síðustu kveðju. Við spyrjum sömu spurninganna um lífsóttann og syndina, hvenær byrjuðum við að gera það sem við áttum ekki að gera og hvenær byrjuðum við að kvíða og óttast? Ég held þetta sé svona: Ýmislegt í lífinu ógnar okkur og við óttumst það. Og lífsóttinn sest að í okkur og ógnar okkur líka.   Hann hefur gert okkur öryggislausar og þess vegna hleypum við fleiri og fleiri ógnum inn til okkar. Eða hvað heldur þú? Ég held að það hafi verið þess vegna sem Guð kom sjálf og var Jesús. Hún kom af því að hún sá að hún varð að koma. Hún varð að hjálpa okkur. Og hún gerði það. Það höfum við allar séð aftur og aftur og enginn endir verður á því.

Blíðar kveðjur, Auður Eir