
Í nóvember á þessu ári verður haldin ráðstefna í Albaníu á vegum Global Cristian Forum. Ætlunin með þessari ráðstefnu er að styrkja kirkjur í heiminum sem horfast í augu við mismunun, ofsóknir og píslarvætti heima hjá sér eins og í Sýrlandi, Írak, Egyptalandi og Nígeríu. (Global Christian Forum News, 2015 Edition 01)
Það er víða um heim sem kirkjur þurfa að horfast í augu við ofbeldi og píslarvætti. Manni bregður við á hinu friðsæla Íslandi að heyra að enn sé fólk að líða píslarvætti – að fólk láti líf sitt fyrir trú sína, skulu vera fórnað vegna trú sinnar líkt og á tímum Nýja testamentisins.
Með kveðjum, Hulda Hrönn M. Helgadóttir