bibliaJóhannes 7. 1 – 9

Heimurinn hatar mig af því að ég vitna um að verk hans séu vond

Jesús vissi alltaf hvað hann gerði og hvenær var rétti tíminn og hann vissi alltaf hverju hann átti að svara.  Nú var tíminn að koma til að hann yrði handtekinn og krossfestur.  En ekki alveg strax.  Góði vertu ekki að fela þig hérna norður í landi, drífðu þig suður og sýndu þig, sögðu bræður hans.  Þetta var öðru vísi en þegar mamma hans hvatti hann til að sýna guðlegan mátt sinn í brúðkaupinu í Kana.  Hún vissi hver hann var, bræðurnir vissu það ekki og trúðu ekki á hann, ekki strax en sumir seinna.  Farið þið suður, sagði Jesús, það er ekki hættulegt fyrir ykkur, en það er hættulegt fyrir mig af því að ég segi sannleikann um það sem er að gerast.

Skýringar Kvennakirkjunnar við Jóhannesaguðspjall munu smátt og smátt birtast hér (smellið á línuna)