Jóhannes 3. 3
Engin geta séð Guðs ríki nema þau endurfæðist
Endurfæðingin er boðuð í mörgum hópum kirkjunnar og sagt að við skulum gefast Jesú í eitt skipti fyrir öll og lifa eftir því upp frá því. Það verða straumhvörf í lífinu og við getum rakið þau til tiltekinnar stundar. Í öðrum hópum er sagt að við höfum alltaf tilheyrt Jesú vegna þess að hann tók á móti okkur í skírninni. Hvað finnst þér? Ég tel að við höfum alltaf tilheyrt Jesú og hann hafi staðfest það í skríninni. Við eigum að taka afstöðu til þess, treysta því að í Jesú er Guð komin til okkar. Við eigum að gera okkur grein fyrir afstöðu okkar. Við eigum að standa við það að okkur kristnu fólki er falið að lifa í trú okkar og boða hana og það er undirstaða og gleði lífs okkar.
Skýringar Kvennakirkjunnar við Jóhannesaguðspjall munu smátt og smátt birtast hér (smellið á línuna)