audurilitminnstVið eigum ýmis kjörorð í Kvennakirkjunni sem spretta upp úr guðfræðinni sem sprettur upp úr samtölum okkar kringum furuborðið á mánudagskvöldum, en líka víðar og oftar.  Eitt kjörorðið er orðin fjögur:  Fyrirgefning, frelsi, friður og femínismi.  Svo bættum við framtaksseminni við.  Við hugsum:  Fyrirgefningin er undirstaða lífs okkar, fyrirgefning Guðs sem leyfir okkur að fyrirgefa sjálfum okkur.  Í fyrirgefningunni verðum við frjálsar og í frelsinu eignumst við frið.  Og í friði til að vera við sjálfar eignumst við djúpa og glaðlega löngunina til að vinna að femínismanum.  Og vera framtakssamar yfirleitt.  Því það er í því sem við gerum í daglegu lífi okkar sem við finnum blessun kristinnar trúar okkar.  Finnst þér það ekki?

 

Blíðar kveðjur, Auður