DallaMorgunn, tilhlökkun, ný byrjun, von, allt er að fara af stað.

Taktu þetta til þín. Um þetta eru páskarnir. Guð er að senda þér þessa gjöf. Taktu þig til. Hristu upp í þér. Vonin er til. Hún er þar þótt þú sjáir hana ekki.

Það er svo skrítið, að stundum erum við þreytt og hundleið á öllu á þessum tíma.   Það kom nefnilega bakslag í veðrinu og maður hefur  ekki lengur þol til að taka því.

Það eru vonbrigði. Vonirnar voru farnar á loft,við hugsum:” Æ, nú er þetta að verða búið, við höfum verið svo dugleg og sýnt langlundargeð og þetta er umbunin.” Svo þegar allt fer í sama horf, getur maður varla tekið því.  Brostnar vonir. Það er erfitt að lifa þær.  Þá heyrist rödd þess sem gekk um dal dauðans og sigraði allt þetta sem lemur niður; “Ég er upprisan og lífið. Sá sem trúir á mig mun aldrei að eilífu deyja”

 

Með bestu kveðjum,  Dalla Þórðardóttir