audurilitminnstJá, ég hef verið að viðra hugmyndir um fyrirgefninguna og framkvæmdirnar.  Ég kæri mig ekkert um fyrirgefningu, sagði kona sem ég talaði við, ég vil komast af við þetta sjálf.  Mér finnst það draga allt sjálfstæði úr kristnu fólki sem ætlar að fela sig bak við Guð.  Sagði hún.  Og hún verður auðvitað að segja það sem henni býr í brjósti.  En sannleikur fyrirgefningarinnar  sem kristin trú segir okkur frá var og er og verður alltaf sannleikurinn um fyrirgefningu Guðs.  Hún er frelsið til að byrja hvern dag upp á nýtt, í splunkunýrri trú á að við munum gera góða hluti í dag, einfaldlega af þvi að við erum vinkonur Guðs.

Blíðar kveðjur,  Auður Eir