Yndislegt er það að hafa aftur samband eftir sumarið og heyra hvað við höfum gert síðan við töluðumst við síðast.  Guð er alltaf.  Hún er alltaf hjá okkur, alltaf til taks, alltaf viss um vináttu okkar.  Yndislegt er að eiga vináttuna hver við aðra í trausti okkar til hennar.   Það er ekki hægt að meta það til fulls að eiga hópinn okkar í Kvennakirkjunni og við sendum hver annarri innilegar þakkir fyrir vináttuna.  Við megum hugsa til hópsins sem stendur með okkur í trú okkar.

Ýmislegt hefur gerst hjá sumum okkar í sumar,  eitthvað gott og uppörvaindi hjá okkur öllum en sumar okkar hafa líka horfst í augu við missi og sorg.  Við treystum því að samt hafi líka margt gott gerst og að það styrki okkur. Nú bíða dagarnir sem fara kólnandi og verða dimmari hver af öðrum. Ef okkur finnst það ekki gleðiefni megum við hugsa með réttu að það líður ekki á löngu þangað til þeir verða aftur bjartari og bjartari. Það gerist í desember núna eins og öll ár.

Gleðjumst og fögnum dag eftir dag.  Treystum Guði sem er alltaf hjá okkur, alltaf tilbúin til að standa með okkur.  Það er stórkostlegt.  Af öllum góðum framboðum um betra líf ber framboð Guðs langt af öllum öðrum:  Treystu mér, vertu hjá mér og þá finnurðu að ég er hjá þér.  Ég gef þér alltaf hugsanir sem gera þérgott.  Ég blessa þig alltaf, segir Guð við þig og okkur allar.

Blíðar kveðjur,  Auður