Mánudaginn 22. október verður námskeið í Kvennakikjunni í Þingholtsstrætinu og eins og síðastliðna mánudaga er það haldið á þriðju hæð hjá Elísabetur. Efni þessa námskeiðs er tengd Kvennafrídeginum. Linett Vassel sem hefur barist fyrir rétti kvenna síðan 1970 sagði nýlega í viðtali við Alkirkjuráðið að konur þyrftu að rannsaka valdið mun dýpra sem konur. Og það er það sem ætlunin er að gera á námskeiðinu. Hulda Hrönn M. Helgdóttir einn af prestum Kvennakirkjunnar kynnir bókina Odd girls out eftir Rachel Simmons. Rætt verður um samskipti kvenna, hina földu menningu árásahneigðar stúlkan við aðrar stúlkur. Leitað verður svara við því hvers vegna árásarhneigð og kúgun kvenna á öðrum konum er svona vel falin og um birtingarform hennar. Verið öll hjartanlega velkomin !