huldahÞað er dýrmætt að eiga trú.  Það er fjársjóður.  Látum engan og ekkert taka hana frá okkur.  Hún er frjálst val.  Og það er einnig dýrmætt að fá að lifa í kristnu samfélagi, hvort heldur sem er í kirkjunni eða í þjóðfélaginu.  Það er yndislegt að hafa frelsi til að sækja kirkjur og fá þar kraft og blessun til að fara aftur út í hið daglega líf.  Gætum að andlegum auðæfum okkar.  Við erum fulltrúar Guðs í heiminum.  Við berum ábyrgð að standa vörð um réttlætið.

Með bestu kveðjum,  Hulda Hrönn M. Helgadóttir