arndisUm leið og við göngum til móts við nýja árið er gott að rifja upp fyrirheitin sem Guð hefur gefið okkur og við finnum um alla Biblíuna. Guð hefur lofað þér að fara á undan þér og vera með þér, hún ætlar hvorki að sleppa af þér hendinni né fara frá þér og þú þarft hvorki að óttast né missa móðinn. (5. M  31.8).  Og ekki nóg með það heldur hefur Guð líka í hyggju að gera stórkostlega hluti ;  Því að ég þekki sjálf þær fyrirætlanir sem ég hef í hyggju með ykkur, segir Guð, fyrirætlanir til heilla en ekki til óhamingju, að veita ykkur vonarríka framtíð.  Jer 29.11.

Er það ekki dásamlegt veganesti að hafa inní nýja árið og nýju dagana sem koma á móti okkur?

Arndís Linn