Um leið og Kvennakirkjukonur óska öllum nær og fjær  velfarnaðar á nýju ári er blásið til hugmyndafundar næstkomandi fimmtudag, 9. janúar. Hugmyndafundurinn verður í sölum Kvennakirkjunnar að Þingholtsstræti 17 og hefst kl. 17:30. Á fundinum verða settar fram og unnið úr hugmyndum um starfið framundan, námskeið og guðsþjónustur.