Mánudagssamverum lýkur með vöfflum
Mánudagskvöldið 7. apríl klukkan háf átta hittumst við í Þingholtsstræti og ljúkum mánudagssamverum vetrarins. Verum allar velkomnar. Við bökum vöfflur og hitum kaffi og tölum um hvað sem við viljum. Ekki væri nú leiðinlegt að sjá þig birtast.