Guðfræðinemar í heimsókn
Nemendur dr. Péturs Péturssonar héldu undir stjórn hans  málþing sitt í stofum okkar í Þingholtsstræti seint í janúar  Dr. Pétur kom með kók í gleri og Prince Polo til að halda upp á hefðina frá því að afi hans, Ásgeir  Ásgeirsson, rak hverfisbúð með matvörur í syðri
stofunni okkar.

Heimsókn Kvenfélags Þykkvabæjar

Konur úr kvenfélagi Þykkvabæjar, Sigurvon, komu í heimsókn í Kvennakirkjuna laugardaginn 1. mars, til að hitta   Auði sem var sóknarprestur í Þykkvabæ í 20 ár. Hún hélt með þeim námskeiðið Vertu leiðtogi í þínu eigin lífi.  Fyrst skoðuðu þær sýningu Vigdísar Finnbogadóttur
í Hönnunarsafni Íslands og á eftir heimsóttu þær Þuríði á 13 og gengu um Þingholtin og borðuðu í lokin á Austurlandahraðlesinni í Lækjargötu.

Kvennakirkjukonur messa

Auður Styrkársdóttir predikaði í Laugaraneskirkju á konudaginn, 23. febrúar í Laugarneskirkju. Aðalheiður Þorsteinsdóttir
var við orgelið.
Prestar Kvennakirkjunnar, Arndís og Auður, predikuðu og leiddu guðþjónustu að hætti Kvennakikjrunnar á vegum guðfræðinema  í Kapellu háskólans í febrúar.