Alla og Anna Sigga, Aðalheiður Þorsteinsdóttir tónlistarstjóri Kvennakirkjunnar og Anna Sigríður Helgadóttir söngkona, voru nú um helgina á Skagaströnd hjá séra Bryndísi Valbjarnardóttur.  Þær gáfu kirkjukórnum raddþjálfun og kenndu nýja sálma.  Gleðin streymdi milli allra sem töluðu og borðuðu og sungu saman og heilluðust hvert af öðru.   Á sunnudaginn var sunnudagaskóli klukkan 11 í Hólaneskirkju og uppskeruhátíð tónlistardaga kl. 2  undir yfirskriftinni Drottinn gerðu hljótt í hjarta mínu.     Við hinar Kvennakirkjukonurnar gleðjumst með þeim.