audurilitminnstMér finnst það samt ekki skynsamlegt og við kennum það ekki á námskeiðunum okkar í Kvennakirkjunni. Við kennum hver annarri að hvíla í því að við erum yndislegar manneskjur af því að við erum vinkonur Guðs. Og takmarkanir eru ekki sem verstar. Við erum allar takmarkaðar. Við erum takmarkaðar af lífsóttanum og við erum takmarkaðar við hæfileikana og tækifærin sem við eigum. … Takmarkanir okkar kenna okkur að gleðjast yfir því að geta unnið með þeim sem kunna það sem við kunnum ekki. Þær bjóða okkur að hasla okkur völl þar sem við kunnum að vinna og láta okkur líða vel þar. Þær bjóða okkur að treysta svo vel hæfileikunum sem við eigum að það valdi okkur engum vanda þótt annað fólk hafi hæfileika sem við höfum ekki.

Auður Eir Vilhjálmsdóttir: Gleði Guðs, Kvennakirkjan 2004