Þegar við hittumst við Þvottalaugarnar í Laugardalnum vorum við í grónum og friðsælum garði. Garðurinn er líka svið merkilegrar sögu og kraftar náttúraflanna ólga undir. Hér er svið atvinnusögu kvenna, um dugnað og þrautseigju. Þær komu hingað með þungar byrðar og vinnan var erfið og hættuleg. Aðstæður voru einstakar og við sjáum fyrir okkur að stundirnar hafi líka verið góðar og samstaða og vinátta á milli kvennanna.

Leyndarmál lífsgæðanna eru í samskiptum okkar hver við aðra, í skilningi og samstöðu. Sýnt hefur verið að hamingja fólks vex með góðum samskiptum. Hamingjan mælist mest þegar fólk fæst við eitthvað sem skiptir það verulega miklu máli, eitthvað sem hefur merkingu og tilgang.

Með bestu kveðjum,  Sigrún Gunnarsdóttir