audurilitminnstÉg hef verið að vitna í bókina Transforming the Faiths of our Fathers sem kom út 2004.   Delores S. Williams, háskólakennari og rithöfnudur byrjar sína grein svona:  Ég er svört kona – það er allt of stutt yfirlýsing um svo flókin veruleika.  Ég er svört kona – kona Guðs, eins og mamma og mamma hennar og hennar mamma – þrællinn.  Þessi trú styrkti það hvort tveggja sem þær kenndu mér, að ég er svört og kona.  Þegar Delores varð femínisti kom upp barátta milli kristinnar trúar hennar og femínismans.  Kvennaguðfræðin styrkti hana og hún gekk í lið með womanistum – konum sem skrifa guðfræði sína frá sjónarmiði afrísk amerískra kvenna.  Með því, segir hún, sá ég skýrar trú mömmu, mömmu hennar og hennar mömmu:  þrælsins.  Ég vona að það komi til góðs í samtali kvennaguðfræðinnar.  Gott að heyra þetta, blíðar kveðjur,  Auður Eir