Gudbjorgminnst

Ef þið leitið mín munuð þið finna mig. Þegar þið leitið mín af öllu hjarta læt ég ykkur finna mig, segir Drottinn. Ég mun snúa við högum ykkar og safna ykkur saman.  (Jeremía 29.13-14)

Á haustin er alls staðar verið að safna saman.  Börnin safnast saman í skólana aftur, fullorðna fólkið safnast saman til að sinna áhugamálum sínum.  Við söfnum saman kartöflum og grænmeti úr jörðinni.  Kindunum mínum verður bráðum safnað saman en misjöfn örlög munu þær vissulega hljóta.  Þegar ég safnaði saman berjum um daginn minntist ég hughreystandi orðanna sem Guð hefur oft sagt við fólkið sitt, þar sem Guð lofar að safna okkur saman.  Sum haust og suma daga þarf ég á því að halda að Guð safni mér saman.  Ég þarf þess líka að Guð hjálpi mér að safna saman því sem ég þarf að geyma og henda hinu.  Af öllu hjarta veit ég að Guð finnur mig og ég Guð og örugg hvíli ég í því að Guð safnar ekki bara mér saman heldur öllum hinum líka.
Guðbjörg Arnardóttir