2. 1 –  13 Tungutalið á hvítasunnunni

Seinna varð annars konar tungutal iðkað sums staðar í nýstofnaðri kirkjunni eins og sést í Korinþubréfinu.  Það er enn talað tungum í sumum hlutum kristinnar kirkju eins og við þekkjum í Hvítasunnusöfnuðinum hér og berum sjálfsagða virðingu fyrir.  En undrið á hvítasunnunni  var einstakt.  Jesús gaf mátt sinn, skilning og kærleika eins og hann hafði lofað.  Svo að fólkið hans gat framkvæmt það sem hann fól því.  Það gat lífað í trúnni á hann, treyst honum í gleði og ofsóknum,  fyllst kjarki og breitt trúna út um alla veröldina.  Undur hvítasunnunnar  gerist þess vegna  líka núna í hvert skipti sem þau sem heyra fagnaðarerindið heyra að það er talað til þeirra.  Og undur hvítasunnunnar endurtekur sig alltaf þegar fólk Krists lifir í vináttu hans.  Heilagur andi  heldur áfram að gefa kristnu fólki sínu mátt, kjark og ást til að lifa í sífellri siðbót.