Svipaðar atburðir gerast aftur og aftur

Sagan sem Postulasagan segir hefur endurtekið sig í ýmsum myndum í sögu kirkjunnar.  Það hlýtur alltaf að vekja spurningar hvernig á að bregðast við breytingum.  Nýjar hugmyndir og skilningur koma fram og sum hrifast og sannfærast en önnur standa á móti.  Báðir hópar taka ákvarðanir vegna sannfæringar sinnar, alveg eins og bæði Gyðingarnir og kristin kirkja boðuðu trúna á einn Guð eftir einlægri sannfæringu.  Hóparnir gátu  ekki átt samleið þegar leið á vegna þess að kirkjan boðaði trúna á upprisu Jesú Krists.   Kirkjan í samtíma okkar mætir  margvíslegum trúarbrögðum eins og kirkjan á fyrstu öldinni.  Stefnur eru að breytast, kirkjan berst á móti sumum trúarbrögðum en efnir til samtals við önnur í gagnkvæmum skilningi og velvild.  Mér þykir best að vitna til niðurstöðu kvenna á ráðstefnu um mismunandi trú sína:  Við ætlum ekki að fá hver aðra til að skipta um trú og við ætlum ekki að stofna nýjan hóp eða blandast i eitthvað annað.  Við ætlum að tala saman  um það sem er ólíkt með okkur og það sem sameinar okkur.