Trú mín – vitnisburður Guðrúnar B. Jónsson

Trú mín,

Af hverju trúi ég, af hverju efast  ég í trú minni og af hverju  finnst mér gott að vera í Kvennakirkjunni?

Til að svara þarf ég að fara langt til baka alla leið til þess að ég fæddist.

Ég var skírð í kaþólskri trú og ólst upp í henni  þangað til ég var var 6 ára  (1942) að  ég byrjaði í skólanum. Þá var mér sagt að nú væri ég guðlaus „gott los“ Það var í stríðinu.   Pabbi var ríkisstarfsmaður sem kennari og þurfti að fylgja fyrirmælum.

Eftir að stríðinu lauk 1945  var mér  sagt að nú væri ég lútersk evangelisk og  1950 var ég  fermd.  Ég ólst samt ekki upp í kristilegri hefð heima fyrir.

Ég man mjög vel hvað  þessar breytingar til og frá trufluðu mig mikið  en ég fékk eiginlega aldrei  skýringu á því, og á þeim tímum  lærðu börnin líka að spyrja ekki  of  mikið.  Samt man ég að mér fannst að það væri mér að kenna.

Ég fór sem barn í mína kirkju á sunnudögum og mamma hjálpaði mér að koma mér af stað í hvaða veðri sem var.

Mamma átti bróður sem var giftur mjög trúaðri kaþólskri konu. Bróðirinn  veiktist mjög mikið þegar hann var ungur og kona hans hét því að ef hann fengi að lifa  myndi hann gerast kaþólikki –  sem gerðist. Hann mátti eftir það  ekki hafa samband við mömmu,  systur sína.

Eitt dæmi enn vil ég nefna sem hafði mikil áhríf  á mig.   Það voru  foreldrar  vinkonu minnar sem nú er dáin.   Þau höfðu hvort sína trú, hann var kaþólskur en hún lútersk. Þau giftu sig í lútersku kirkjunni og börnin voru lútersk. Þegar pabbi hennar varð gamall og veikur og kominn að dauða kallaði hann á kaþólskan […]

Treystum Guði – hún treystir þér. Prédikun 18. janúar 2009

Fyrir nokkrum dögum sátum við í kringum furuborðið okkar í Kvennakirkjunni til að undirbúa þessa messu. Auðvitað töluðum við líka um kreppuna sem við þurfum að lifa í núna og þá kom mér í hug, hvað gerði mamma þegar seinni heimstyrjöldinni lauk. Það var oft erfitt í stríðinu, en árin á eftir voru verri.

Mamma fæddist 1898 svo hún upplifði tvær heimstyrjaldir og tvær kreppur með öllu tilheyrandi. Ég var tæplega 9 ára þegar seinni heimstyrjöldinni lauk og pabbi var einhvers staðar í stríðsfangabúðum, við vissum fleiri mánuði ekki hvar hann var og mamma fékk ekki lengur launin hans. Siemens verksmiðjan færði í stríðinu ýmsa starfsemi frá Berlín meðal annars líka í okkar borg og það vantaði húsnæði. Mamma bauð ungum manni að búa hjá okkur og vera kostgangari. Við fengum hans skömmtunarseðla, sem hjálpaði honum og okkur. Aðalmáltíðir voru helst úr kartöflum í allskonar formi. Seinna kom líka kona hans frá Berlín og við vorum vinir síðan.

Mamma leitaði alltaf leiða til að lifa af. Við gengum oft í nærliggjandi þorpin og hún saumaði föt fyrir bændakonurnar og dætur og við fengum egg, smjör og hveiti í staðinn. Eins tíðkuðust vöruskipti og þar fóru margar kristalskálar úr stofuskápnum í skiptum fyrir nauðsynlegar vörur. Grænmeti og nokkrar tegundir ávaxta ræktuðum við í garðinum. Ávaxtatrjám var í þá daga plantað meðfram sveitavegum og fólkið sótti sér afurðir þangað. Ég man líka að ég var dugleg að standa í biðröðum, þegar fréttist að eitthvað var að fá í búðunum. Mamma saumaði, prjónaði og heklaði endalaust og mitt hlutverk var að spretta í sundur gömlum fötum og rekja upp prjónavörur til að endurvinna . Hún lagði alltaf áherslu á að við værum hrein og vel klædd.

Flóttafólkið að austan frá Slesíu, […]