Upplýsingar

Trú mín,

Af hverju trúi ég, af hverju efast  ég í trú minni og af hverju  finnst mér gott að vera í Kvennakirkjunni?

Til að svara þarf ég að fara langt til baka alla leið til þess að ég fæddist.

Ég var skírð í kaþólskri trú og ólst upp í henni  þangað til ég var var 6 ára  (1942) að  ég byrjaði í skólanum. Þá var mér sagt að nú væri ég guðlaus „gott los“ Það var í stríðinu.   Pabbi var ríkisstarfsmaður sem kennari og þurfti að fylgja fyrirmælum.

Eftir að stríðinu lauk 1945  var mér  sagt að nú væri ég lútersk evangelisk og  1950 var ég  fermd.  Ég ólst samt ekki upp í kristilegri hefð heima fyrir.

Ég man mjög vel hvað  þessar breytingar til og frá trufluðu mig mikið  en ég fékk eiginlega aldrei  skýringu á því, og á þeim tímum  lærðu börnin líka að spyrja ekki  of  mikið.  Samt man ég að mér fannst að það væri mér að kenna.

Ég fór sem barn í mína kirkju á sunnudögum og mamma hjálpaði mér að koma mér af stað í hvaða veðri sem var.

Mamma átti bróður sem var giftur mjög trúaðri kaþólskri konu. Bróðirinn  veiktist mjög mikið þegar hann var ungur og kona hans hét því að ef hann fengi að lifa  myndi hann gerast kaþólikki –  sem gerðist. Hann mátti eftir það  ekki hafa samband við mömmu,  systur sína.

Eitt dæmi enn vil ég nefna sem hafði mikil áhríf  á mig.   Það voru  foreldrar  vinkonu minnar sem nú er dáin.   Þau höfðu hvort sína trú, hann var kaþólskur en hún lútersk. Þau giftu sig í lútersku kirkjunni og börnin voru lútersk. Þegar pabbi hennar varð gamall og veikur og kominn að dauða kallaði hann á kaþólskan prest. Presturinn heimtaði að hann  skildi við eiginkonu sína eftir langt hjónaband, annars gæti hann ekki gefið honum síðustu smurningu.  Pabbi  vinkonu minnar dó ekki í sátt við Guð og menn.

Ég get sagt  fleiri  dæmi sem mér fannst óréttlát  í fari fullorðins fólks  og hafði mikil  áhrif á sálarlíf  mitt og trú á Guð.

Það tók mig mörg mörg ár að finna minn Guð.  Eftir margra ára vinnu í sjálfri mér  var mér  bent á Kvennakirkjuna. Hún var þá að halda upp á 5 ára afmælið 1998.

Í  Kvennakirkjunni lærði ég að Guð er vinkona mín og  hún er alltaf hjá mér. Hún segir mér að ég sé ágæt eins og ég er og  hún fyrirgefur mér alla mína bresti og minnir mig á að ég má líka fyrirgefa mér.

Ég má líka efast, það er eðlilegt, Guð  sér baráttu okkar við sjálf okkur  alla ævi okkar. Það er hluti af lífinu og gefur því gildi. Kvennaguðfræðin kennir mér allt um lífið,  gleði og sorg.  Við höfum glæsilegar bækur  sem séra Auður Eir skrifaði og  útskýrir svo frábærlega að Guð yfirgefur okkur ekki.  Jesús sagði að ef við ættum  bara ofurlitla trú, þótt hún væri bara svo agnarsmá sem örlítið korn, þá væri það nóg.  Því þá gæti hann verið hjá okkur í þessari  ofurlitla trú.
Ég bið Guð vinkonu okkar  að blessa okkur. Amen.