Getur verið að fjallaræðan sé rammi um þig? Prédikun 14. nóvember 2010

Spurning kvöldsins er hvort það sé hugsanlegt að Fjallræðan sé rammi utan um þig?

Ég veit ekki hvort þú kærir þig yfirleitt um ramma utan um líf þitt. Kannski hugsarðu með þér að þú viljir alls ekki vera að ramma þig inn heldur vera rammalaus og frjáls og hafa alveg rammalausa möguleika. Hvað heldurðu? Ég held nú samt fyrir mitt leyti að hvað sem við hugsum um það þá séum við allar innrammaðar í hina og þessa ramma. Við erum rammaðar í genin sem við erfðum og menninguna í landinu og okkar eigin venjur.

Það er hægt að breyta sumum römmunum en sumum ekki. Ekki breytum við genunum. Og það er ekkert víst að við viljum það því við höfum auðvitað erft býsn og hrúgur af góðum genum. Og við höfum tekið við góðri menningu og búið okkur til góðar venjur. Samt viljum við breyta sumu. Til að nota það minna eða alls ekki eða þá meira og betur. Eða hvað finnst þér?

Fjallræðan er um rammana. Hún er um rammann utan um þig. Hún er um blessunina sem þú hefur af því að hafa hana sem rammann um líf þitt. Og nú skulum við halda áfram frá síðustu messu og næst síðustu. Þú manst að við ætlum að tala um Fjallræðuna í allan vetur. Í síðustu messu talaði Jóhanna um liljur vallarins og í næstu messu, aðventumessunni, talar Ninna Sif um ljós heimsin.

Hugsaðu þér bara. Þú ert svo flott að þú ert eins og liljur vallarins. Þú ert yndisleg manneskja. Þú ert falleg og litrík manneskja sem ilmar af öllu því góða sem þú ert. Svo ekki bugast af áhyggjum. Guð er vinkona þín og hún er alltaf hjá þér.

Í kvöld tölum við um þrjár myndir í […]

Hvað þýðir: Sæl eru fátæk í anda. Prédikun 12. september 2010

Gleðilegt haust, góðu vinkonur, yndislegt að hittast aftur og leiða hver aðra inn í haustið. Ég talaði við eina okkar sem sagði að hún byggist við að veturinn yrði að mörgu leyti góður. Ekki áreiðanlega stórgóður að öllu leyti. Við vitum það alltaf, eins og við segjum líka alltaf. Við skipumst á að mæta gleði og erfiðleikum, það eru margskonar kaflar í lífi okkar allra. Okkur dettur ekki í hug að afneita því eða gleyma því því það er okkur svo hollt og gott að vita það. Okkur býðst ekki sífellt sumar og það er gagnlegt að vita það. Og Guð er alltaf hjá okkur og þess vegna hefur flest tilhneigingu til að fara heldur vel.

Einu sinni enn rifjum við saman upp þennan augljósa sannleika að það sem gerist í kringum okkur hefur áhrif á okkur og það sem við gerum og segjum og hugsum hefur áhrif á það sem gerist í kringum okkur. Er það ekki öldungis yndislegt og stórkostlegt að við skulum geta haft hönd í bagga með sjálfum okkur?

Við ætlum að tala um það í kvöld. Við ætlum að gefa hver annarri nestispakka í ferðina inn í haustið.

Nú þykir mér ráðlegt að við hugsum hver um sig um innstu gerð sjálfra okkar í stutta stund. Ég held nefnilega að það sé prýðilegt að gá að mestu kostum okkar. Af því að það er svo upplagt að nota þá í vetur, þessa undursamlegu kosti okkar. Hefurðu það á hreinu hverjir eru bestu kostir þínir? Ég held við rétt byrjum á verkefninu og svo verði það heimaverkefni. Og við bætum því við hverjir við höldum að séu mestu ókostir okkar. Það er nefnilega afar hugsanlegt, bara áreiðanlegt, að við getum með góðri umönnun umvafið […]

Messa í Laugardal 19. júní 2010

Elskulega fólk. Verum öll innilega velkomin í Laugardalinn í kvöld. Ég segi það aftur þótt það sé búið að segja það. Af því það er svo gaman að hittast og vera saman í kvöld eins í öllum hinum guðþjónustunum okkar hérna í Laugardalnum á 19. júní. Ég segi það enn sem alltaf fyrr, það væri ekki nærri eins gott að vera hér ef þú hefðir ekki komið. Svo takk fyrir að koma. Það liggur í augum uppi að við tölum um hrunið og uppbygginguna í kvöld. Katrín og Unnur og Auður dönsuðu fyrir okkur dans sem þær hafa sjálfar samið og er um frumöflin. Eins og alla list getum við túlkað dansinn eins og okkur sýnist. Ég les út úr honum afl eldsins og íssins sem tekst og verða að himinbláu vatninu.

Við skulum hafa dansinn sem upphaf þessara orða og hugsana um það hvað er að gerast. Við höfum tekið þátt í miklum átökum. Þau hafa brennt okkur. Og þau hafa brætt okkur. Við. Við höfum séð hugmyndir bráðna og hverfa af því að þær voru falskar og stóðust ekki eldinn. Við vonum að við eignumst nýjar hugmyndir. Himinbláar. Og að eldur og ís okkar eigin lands og okkar eigin huga verði uppistaðan í framhaldinu. Svo himinbláminn umlyki okkur í frelsi og gleði íss og elds sem er styrkur skapgerðar okkar hér á norðurslóðum. Eða svona get ég hugsað mér dans Uppsteytarstúlknanna sem heiðra okkur með list sinni í kvöld.

Hvar finnst þér við standa á veginum til framtíðar? Ég held við séum á uppleið. Ég held við finnum ennþá öll til allra mögulegra tilfinninga og hrunið snerti okkur öll og við séum sjálf slegin eða eigum fólk sem hrunið hefur slegið. Ég hef hugsað mér […]

Líf þitt verður herfang þitt af því þú treystir mér sagði Guð. Jer. 39.18. Prédikun 16. maí 2010

Sagan sem við höfum heyrt í kvöld er úr sögu þjóðarinnar sem Guð kallaði til að varðveita orðið sitt. Hún endaði með því að þjóðin komst heim eftir hrunið og fékk aftur húsin sín heima í Gyðingalandi. Loksins gat fólkið gengið aftur um góðu göturnar sínar og sest niður og drukkið kaffi og smákökur og talað saman. Líklega þekkjum við allar þá undursamlegu tilfinningu að fá að koma aftur þangað sem okkur leið svo vel einhvern tíma áður.

Einn morguninn í vikunni buðum við Yrsa systir mín nokkrum konum í morgunkaffi. Við eigum enn húsakynnin í Þingholtsstræti þar sem Kvennakirkjan hóf námskeiðin sín og við buðum þeim þangað. Þær bjuggu í næstu götu þegar þær ólust upp og við töluðum saman um hverfið okkar. Þessi góða morgunstund gaf okkur sömu góðu tilfinninguna og samvera okkar hérna í kvöld og dag gefur okkur öllum. Það er svo gott að vera með góðum manneskjum. Ég vitna aftur og aftur til þess sem sálfræðingurinn góði, Karen Horney, sagði. Hún sagði að það væri mikil gjöf að fá að vinna með góðum manneskjum. Og bara það að fá að vera nálægt verulega góðum manneskjum.
Við ætlum að tala um það í kvöld hvernig við getum öðlast aftur trúna á þjóðfélagið. Við höfum núna í messunni farið yfir margvíslegar sorgir og hrun í þjóðfélagi þjóðarinnar sem Guð kallaði til að varðveita trúna. Við töluðum um Jeremía spámann sem bar þjóðinni skilaboð frá Guði og um Ebed Melek sem var útlendingur í Júda og hafði hugrekki til að fara til kóngsins til að bjarga Jeremía. Þá sagði Guð Jeremía að bera Ebed Melek þessi undursamlegu boð: Líf þitt verður herfang þitt af því að þú treystir mér.

Herfang er það sem við eignumst. Það […]

Föstum á hugarvíl. Prédikun 14. mars 2010

Nú er fastan. Hún er haldin níu vikur fyrir páskana til að gefa okkur tækifæri til að undirbúa okkur undir gleði páskanna. Föstutíminn hefur oft verið heldur dapurlegur í kirkjunni með þungri tónlist og banni á margt sem gerir okkur lífið þægilegt og skemmtilegt. Við erum ekki skyldug til að hafa föstuna svona dapurlega og við getum valið hvort við höldum hana eða ekki. Jesús talaði um föstuna sem var fastur siður í helgihaldi í Gyðingalandi. Fastan var mikil dygð og þegar fólk fastaði málaði það sig með ösku í framan svo hitt fólkið sæi hvað það lifði góðu trúarlífi. Jesús sagði að það skyldu þau alls ekki gera. Hann sagði alltaf að trúin væri ekki reglur heldur vinátta við sig. Ég er tréið, sagði hann. Þið eruð greinarnar. Þið iðkið trú ykkar með því að vera í mér, hafa trú ykkar í hjarta ykkar og vinna með mér. Fólkið hans sem var með honum daglega fastaði ekki. Þau voru harðlega gagnrýnd fyrir að bregða svona út af reglunum og Jesús sagði að þau gætu bara alls ekki fastað meðan þau ættu gleðina yfir því að hann væri hjá þeim. En seinna myndu þau fasta. Þegar þau þyrftu. Fastan var ekki sýning og ekki sjálfspynting. Hún var leið til að dýpka vináttuna við Guð sem frelsar og gleður og huggar og uppörvar og gefur máttinn til að gera það sem er gott og yndislegt. Og það er hægt að fasta á fleira en mat eða svefn eða skemmtanir þótt það sé líka hægt að sleppa einhverju af þessu um tíma ef okkur finnst það verða okkur til góðs.

Í kvöld ætlum við að tala um möguleika okkar til að fasta á hugarvíl. Við ætlum að stinga […]

17. ára með bílpróf. Prédikun 14. febrúar 2010

Yfirskrift messunnar er að nú fáum við bílpróf og við skrifuðum það í Fréttabréfið. Og svo spurðum við: Hvert keyrum við og hvaða orku keyrum við á og hvaða reglur mæta okkur í umferðinni? Það er við hæfi að koma með afmælisgjafir. Þær eru komnar og Ásdís vinkona okkar er búin að leggja þær fram á kirkjugólfið. Þær eru eins og lækur sem liðast um fullur af gjöfum. Eplum og appelsínum og appelsíni og malti.

Yfirskrift messunnar er að nú fáum við bílpróf og við skrifuðum það í Fréttabréfið. Og svo Þetta hefur allt sína hyldjúpu þýðingu. Appelsínið og maltið er sett í lækinn til að hjala við okkur um þá frábæru blöndu sem Guð gefur okkur til að nota í trú okkar í hversdeginum.

Líf okkar liðast um hversdagana, einn eftir annan. Bláa og rauða og gula og gráa og svarta. Og líka græna og alla vega blæbrigði af öllum þessum og enn fleiri litum. Það er þar, í öllum litum sem birtast, sem Guð gefur okkur trú okkar. Trúna á sig. Sem gefur okkur trúna á sjálfar okkur, annað fólk og lífið. Ég ætla að blanda gjöfunum, hella appelsíni og malti saman, til að spjalla um samtakamátt okkar og Guðs. Það er með því að taka boði hennar um vináttu hennar og vináttu okkar sem dagarnir verða góðir. Við megum blanda okkur í stórkostleg verk hennar, með því að þiggja það að hún blandi sér inn í okkar verk. Það er þess vegna sem við stofnuðum Kvennakirkjuna og höfum alið hana upp og elskað hana í 17 ár.

Kvennakirkjan hefur líka alið okkur upp og elskað okkur. Við segjum hver annarri og hvert öðru það aftur og aftur. Við komum með það sem býr okkur í […]

Ég vel mín áhrif. Prédikun í Kirkju Óháða safnaðarins 17. janúar 2010

Guð hjálpar þér að umgangast fólk -og sem oftast verulega glaðlega“ Matt. 5.16. Já, ekki veitir af að fá hjálp Guðs til að umgangast fólk -alla vega sumt .Yfirskriftin hér er: ég vel mín áhrif. Vel ég ekki bara alveg þau áhrif sem ég hef á umhverfið mitt, eða er það misskilningur? En ég vel alla vega hvað hefur áhrif á mig. Í umhverfinu eru nánast óteljandi áreiti: hávaði, tímapressa, skyldur, alls kyns áhrifavaldar, t.d. auglýsingar, gylliboð og ekki síst þjóðfélagsmálin. Hvernig á að sortera og passa upp á að ekki flæði út úr kerinu manns?

Ég las viðtal í því ágæta blaði Húsfreyjunni fyrir nokkru síðan við Eydísi og þar sá ég þetta orð áhrifahringur. Það er hennar uppfinning en passaði svona ljómandi vel við mínar hugsanir. Ég vel hver minn áhrifahringur er. Ég vel að umgangast fjölskylduna mína, vini mína, kunningja mína og vinnufélaga og hafa áhrif þar. Ég vel líka að kjaramál, stjórnmál, slúður (eða það að fylgjast með lífi fræga fólksins) er ekki innan míns áhrifahrings. Ég verð að velja og hafna –og fæ oft til þess hjálp Guðs í hverju ég ætla að vasast. Ef ég er óánægð með kjaramál mín, þá er ekki leiðin að tuða um það á kaffistofunni, dæsa og pæsa og vera óánægð. Ég á að gera eitthvað í málinu! T.d. bjóða mig fram í samninganefnd. Ef ég hef brennandi skoðanir á því sem fer fram innan veggja Alþingis og er örg og fúl út í ýmislegt í þjóðfélagsmálunum, þá get ég valið. Ég get valið að reyta hár mitt á kaffistofunni, hellt úr eyrunum yfir sjónvarpsfréttunum eða argast yfir umræðunni í dagblöðunum og finna til vanmáttar míns inni í mér og beinlínis bara líða illa yfir […]