audurilitminnstDAGAR PÁSKANNA

Nú birtist okkur enn einu sinni tækifærið til að

hugsa djúpar hugsanir.  Það er auðvitað alltaf

fyrir hendi og við þiggjum það á einn eða annan

veg á hverjum degi.  Og núna megum við íhuga

hina miklu atburði páskanna, pálmasunnudags,

skírdags, föstudagsins langa og páskamorguns.

 

Við megum spegla daga heimsins í þeim öllum.  Og

okkar eigin daga, þá sem bærast áfram í misjöfnu

ásigkomulagi og með misjöfnum hraða eins og við

vitum svo mætavel.  Dagarnir fyrir páska sýna

okkur misjafnar hugsanirnar sem bærðust í hjarta

sögufólks; skammvinna hollustu þeirra sem veifuðu

pálmagreinunum, misskilning foringjanna sem

heimtuðu krossfestinguna og kæruleysi fólksins sem

lét hafa sig út í að slást í hópinn.  Og hugleysi

Pílatusar sem dæmdi Jesúm gegn betri vitund.  Sorgina

sem fyllti Jesúm þegar honum fannst Guð hafa yfir-

gefið sig.

 

Nú skulum við nota tækifærið og staldra og hugsa.

Og biðja Guð að gefa okkur djúpar hugsanir.  Svo að

við sjáum einu sinni enn í gleði og þakklæti að við erum

með í páskagleði hópsins á fyrsta páskamorgninum sem

sá og vissi að Jesús er upprisinn, hann er Frelsarinn,

alltar veraldarinnar og okkar allra.

 

Gleðilega páska, Auður