DallaEggið felur í sér mörg tákn. Páskaeggið er sporöskjulaga, við getum látið fingurna renna hring eftir hring, það veltur eftir borðinu og rekur sig aldrei á kant , þar er hvorki upphaf né endir. Eggið táknar endalausa ást, endalausa gleði. Það táknar tryggð sem gefst ekki upp. Sama táknmálið á við um hringinn, þann hring sem hjón draga á fingur hvort öðru. Sá hringur og formið minnir á þá ást sem vonar og fyrirgefur. Eins er með eggið. Það minnir á Guð sem alltaf hefur trú á þér.

Með bestu kveðjum,  Dalla Þórðardóttir