huldahronnÞessi orð minnir okkur á að náð og miskunn Guðs er ný á hverjum morgni.  Þvílík blessun sem við fáum að njóta.  Já trúfesti Guðs við okkur er mikil.  Og á hverjum morgni fáum að dvelja í náð og miskunn Guðs.

Hvern morgun á sér stað upprisa.  Við erum vön því að hugsa einungis um upprisuna í tengslum við líf eftir dauðann, en upprisan er svo miklu dýpra hugtak.  Á hverjum morgni megum við rísa upp á ný í náð Guðs.  Hvern morgun fær birtan að lýsa upp myrkrið.  Hvern morgun gerist kraftaverk.  Guð sjálfur umvefur okkur miskunn sinni.

Með því hugarfari,  að átta sig á að náð Guðs og miskunn er ný á hverjum degi, og með því að rísa upp á hverjum degi til nýs líf með honum, þar sem kraftaverkin gerast, þá verður allt jákvæðara og auðveldara.  Já í samfélaginu við Guð breytast viðhorf okkar því hann umvefur okkur kærleika sínum og náð og gefur okkur von.

Það er yndislegt að vakna að morgni dags og minnast þessa texta og leyfa honum að umfaðma sig og gefa okkur bros á vör.

 

Bestu kveðjur,  séra Hulda Hrönn M. Helgadóttir