AEVminnstMeðan ég enn naut þeirrar miklu gæfu að lesa Söndags BT reglulega bauðst mér margvísleg spekin og sum býr enn með mér.  Eins og  greinin um alla uppörvunina sem fólk átti að ausa hvert yfir annað með glaðlegum hvatningum.  Vertu bjartsýn og glaðleg og jákvæð og tillitssöm og sjálfstæð og þakklát og fjölmargt annað.  Það kemur fólki vel en fyrst og fremst sjálfri þér og það er einmitt markmiðið.  Ég hefði löngu gleymt greininni ef hún hefði ekki endað svona:  En það koma bara dagar hjá mér þegar mér er alveg ómögulegt að vera neitt af þessu en rembist samt við það og verð aðframkomin.  Ég fer heim eftir allt glaðlega viðmótið, dreg fyrir gluggana, tek símann og dyrabjölluna úr sambandi og skríð undir rúm.  Svo ég taki nú við af blaðakonunni bæti ég því við að mikið eigum við allar gott, hún og við, sem mætum sífellt alla vega dögum, að við skulum eiga Guð að vinkonu og treysta því að hún standi með okkur í þessu öllu.

Blíðar kveðjur,  Auður Eir