Kvennakirkjan leiðir guðþjónustu í Mosfellskirkju sunnudaginn 25. október kl. 11:00. Tilefnið er tvíþætt, Mosfellskirkja heldur uppá 50 ára afmæli sittá þessu ári og öld er liðin frá því að konur fengu kosningarétt. Að guðsþjónustu lokinni flytur Guðrún Ásmundsdóttir, leikkona, leikþátt um hina merku konu Ólafía Jóhannsdóttir sem fædd var á Mosfelli 1863 og konur Kvennakirkjunnar taka þátt. Aðalheiður Þorsteinsdóttir tónlistarstjóri leiðir tónlistina. Sr. Arndís Linn prédikar. Að athöfn og leikþætti loknum býður Lágafellssókn í kaffi í Reykjadal. Kvennakirkjukonur eru hvattar til að leggja leið sína í Mosfellskirkju.