huldah Að kunna að lesa gefur konum völd og áhrif.  Það ógnar karlaveldinu.  Í umræðunni í haust um seinni heimstyrjöldina kom fram að orsakanna fyrir henni  væri m.a.  að leita í vanmætti ríkjandi karla til að horfast í augu við eigin karlmennsku.  Því þarf að huga að því þegar rætt er um trúarbragðadeilur hvort verið sé að fela sig á bak við trúarbrögðin þegar aðrar hvatir liggja að baki og málið snýst um völd eða andlegan sjúkleika eins og siðblindu.

Kristnin ógnar heiminum í dag.  Því kristin trú gefur grunn til að standa á og gerir fólk sterkt.  Hún gefur mannskilning sem er virðingarverður.  Hún gefur siðfræði sem byggir á kærleika, og stendur gegn hinu illa, græðgi og sjálfsmiðlægni.  Hún gefur lífshamingju.

Með bestu kveðjum,  Hulda Hrönn M. Helgadóttir