Jólamessan okkar í Háteigskirkju var í alla staði yndisleg eins og vænta mátti.   Við komum margar sem komum eiginlega alltaf en sumar komust ekki eins og gengur og við hinar söknuðum þeirra eins og vonlegt er.  Það er mikið gleðiefni að hittast í messunum og við þökkum Guði hver fyrir aðra. 

Það var líka gleðiefni að kvennakirkjukonur sem hafa ekki átt kost á að koma um hríð birtust og vöktu okkur mikla gleði.  Svo komu líka konur sem hafa aldrei komið fyrr og þeim var líka fagnað af öllu hjarta.

Við drukkum kaffi eftir messu í litla salnum niðri og það var yndisleg stund.  Kirkjan tekur alltaf vel á móti okkur og annast um okkur.