bibliaJóhannes 8. 31 – 59
Sannleikurinn mun gera ykkur frjáls
Sannleikurinn mun gera okkur frjáls. Þetta eru ein hinna frægu orða Jesú. Það er tíðum vitnað til þeirra sem almenns sannleika um hvaða mál sem er. Þau eiga líka við þau öll. En Jesús sagði þau um frelsið sem við eignumst þegar við sjáum hver hann er. Í allri baráttu Jesú við valdamennina og allri boðuninni til fólksins er boðskapurinn alltaf sá sami: Ég er sannleikurinn. Guð er komin til ykkar í mér. Það er sannleikurinn sem frelsar ykkur og veröldina. Það er ég. Þið sjáið þetta í trúnni á mig. Það er eina leiðin til að sjá það. Menn mótæltu ákaflega og sögðu að hann væri svikari og hefði illan anda og tóku upp steina til að grýta hann. En hann lét þá ekki ná sér og fór.