bibliaJóhannes 1.  1 – 4

Í upphafi var Orðið og Orðið var hjá Guði og Orðið var Guð.  Hann var í upphafi hjá Guði.  Allir hlutir urðu fyrir hann, án hans var ekki neitt, sem til er.  Í honum var líf, og lífið var ljós mannanna.

Þetta eru skilaboðin til okkar um Guð sem kom til okkar og varð manneskja eins og við.  Hún varð Jesús.  Jesús var alltaf til eins og Guð var alltaf til.  Eins og Guð er líf okkar er Jesús líf okkar og ljós okkar.  Þetta sjáum við aðeins með augum kristinnar trúar.  Það er gjöf Guðs sem við megum taka á móti og njóta alla daga okkar.  Guð kom og varð manneskja eins og við.  Það er mesti viðburður heimssögunnar.

Jóhannesarguðspjall mun smátt og smátt birtast hér (smellið á hér)