bibliaJóhannes 7. 25 – 44
Ég er frá Guði sem sendi mig
Fólk fór að tala upphátt um hann. Það varð hissa á því að hann skyldi koma fram þótt hann mætti vita að það var setið um hann. En sumt fólk hélt þá að kannski hefðu yfirmennirnir sannfærst um að hann væri frá Guði. Það væru þá stórtíðindi. Nei, það gat ekki verið, var líka sagt, engin vita hvaðan Kristur kemur en þessi er að norðan. Hann var alls staðar til umtals. Margt fólk trúði honum. En engin skildu hvert hann sagðist vera að fara, kannski til að vinna í útlöndum. Hvað var það sem Jesús sagði nú þegar hann kom fram þarna í Jerúsalem? Hann sagði: Ég er kominn frá Guði og þið þekkið mig ekki af því að þið þekkið ekki Guð. En ef nokkur ykkar þyrstir þá komið til mín og eignist vatnið sem ég gef ykkur.

Skýringar Kvennakirkjunnar við Jóhannesaguðspjall munu smátt og smátt birtast hér (smellið á línuna)