Fyrsta guðþjónusta vetrarstarfs Kvennakirkjunnar verður að þessu sinni í Lágafellskirkju í Mosfellsbæ 10. september kl. 20:00. Séra Auður og Séra Arndís  sjá um messuna og sú síðarnefnda prédikar. Söngkonan Þórunn Guðmundsdóttir syngur einsöng. Aðalheiður Þorsteinsdóttir leiðir tónlistina og kvennakirkjunkonur syngja. Svo verður kaffisamsæti í skrúðhúsi kirkjunnar að messunni lokinni. Þær sem sjá sér fært að koma með meðlæti  fá alúðarþakkir.   Þetta verður yndisleg messa og alveg sérstaklega ef þú kemur.