audurilitminnstGóðu vinkonur.  Þá förum við að breyta ögn um lífsstíl, föt og hvaðeina.

Það gerist alltaf með haustinu eins og við höfum allar vitað árum saman.
Nú  kveikjum við á kvöldljósum og njótum lífsins örlítið öðru vísi
en í síbjörtu  sumrinu.
Ég óska okkur góðra daga með góðum hugsunum og hugrekki til að
lifa lífinu í takt við það sem gerist.   Og láta það sem gerist verða
sem allra best og skemmtilegast eftir því sem við höfum tök á.
Blíðar kveðjur,  Auður Eir