audurilitminnstGleðilegt nýtt ár.  Guð gefur þér það sem þér þykir þig skorta og bætir við það sem þú átt.  Hún dýpkar og víkkar traust okkar á undursamlega kristna trú okkar. Hún elskar okkur og treystir á okkur í baráttunni við að bæta veröldina.  Það er mikill heiður og gleði eins og  við höfum margreynt.

Við ætlum nú á nýju ári að beita okkur að ýmsu eins og fyrri árin.  Við ætlum að bjóða rithöfundum.  Við ætlum  að halda áfram að gera okkur grein fyrir því hvað fólk er að hugsa um kristna trú í þjóðfélaginu núna.  Við ætlum líka að gá að hvað við getum gert til að mæta kvíðanum. Og við ætlum að gá að nýjum orðum í guðfræði okkar.  Við þurfum að hugsa nýjar hugsanir og það gefur okkur enn sem fyrr gullin tækifæri til að hjálpast að við að komast að niðurstöðum.  Þess vegna sendi ég til að byrja með pistla með hugmyndum um fyrsta verkefnið:   Hvar er trúin núna?

Blíðar kveðjur, Auður Eir