Gleðilegt 2019
Já, Guð gefi þér gott ár með gleði,  heilsu og hamingju. Með hugarró, kjarki og auðmýkt,  Með öllu sem þú þarft til að lifa lífinu dag  eftir dag í trú þinni og trausti til Guðs. Já, það byrjar allt með trú okkar og trausti til Guðs.  Þá kemur hugarróin og jafnvægið, gleðin og allt annað gott.
Þetta ár færir okkur samstarf við Guð eins og öll hin árin. Við skulum hugsa um það.  Við skulum hugsa um tækifærið sem Guð gefur okkur til að taka þátt í hennar eigin áformum
fyrir líf okkar.  Hún hefur áform um okkur.
Ég legg fyrir þig lífið og dauðann, segir Guð  í 5.Mós. 30.19.  Og svo segir hún:  Veldu þá lífið.
Við eigum kostinn.  Við megum velja.  Við megum velja það dag eftir dag að bera áform okkar upp við Guð og hlusta á hana svara.  Við megum treysta því að hún styður okkur alltaf til að taka góðar og réttar ákvarðanir um hugsanir okkar og framkvæmdir svo að við treystum sjálfum okkur til að gera líf okkar gott og bjart.
Hún og við.  Dag eftir dag.  Allt þetta nýja ár.
Gleðilegt ár,  Auður