Jólahugleiðing frá Huldu Hrönn M. Helgadóttur

Jólahugleiðing 2018

Töfrar jólanna birtast okkur í kærleikanum – kærleika Guðs til okkar mannanna sem sýnir sig í gjöfinni í jötunnni.  Barnið okkar er fætt, frelsari heimsins.  Þegar við krjúpum við jötuna og horfum á barnið, á kærleiksgjöfina þá víkja neikvæðar tilfinningar fyrir nálægð Guðs.  Kærleikur Guðs hefur áhrif á okkur og umfaðmar okkur og hefur heilsusamleg áhrif, því ástin er læknandi afl, opnandi og lækkar varnarmúrana og blóðþrýstinginn ku víst líka og eykur dopamine.  Óttinn er hins vegar lokandi afl, aðskilur okkur frá öðrum.  Með því að komast framhjá óttanum getum við tekið á móti gleðinni – jólafögnuðinum.  Það gerist með kærleikanum.  Við þiggjum kærleika Guðs, hvílum í honum og leyfum honum að næra og uppbyggja hjörtu okkur.  Já vera lausnina og hið frelsandi afl í lífi okkar.   Síðan gefum við kærleikann til baka með því að umfaðma aðra í kærleika.

Verið óhrædd, því sjá, ég boða yður mikinn fögnuð sem veitast mun öllum lýðnum:  Yður er í dag frelsari fæddur, sem er Kristur Drottinn.  (Lúkas 2.10-11) 

Blessun

Megi gæfan þig geyma,

megi Guð þér færa sigurlag.

Megi sól lýsa þína leið,

megi ljós þitt skína sérhvern dag.

Og bænar bið ég þér,

að ávallt geymi

þig Guð í hendi sér.

(Írsk blessun, Bjarni Stefán Konráðsson þýddi)

 

Sálmur 75

Ó, Jesús, barn, þú kemur nú í nótt,

og nálægð þína ég í hjarta finn.

Þú kemur enn, þú kemur undra hljótt,

í  kotin jafnt og hallir fer þú inn.

 

Þú kemur enn til þjáðra´ í heimi hér

með huggun kærleiks þíns og æðsta von.

Í gluggaaleysið geisla inn þú ber,

því guðdómsljóminn skín um mannsins son.

 

Sem ljós og hlýja´ í hreysi dimmt og kalt

þitt himneskt orð burt máir skugga´og synd.

Þín heilög návist helgar mannlegt allt, –

í hverju barni sé ég þína mynd.

                          (J. J. Smári)

By |16 desember 2018 18:16|Dagleg trú|

Guðþjónusta Kvennakirkjunnar í stofum okkar í Þingholtsstræti

Guðþjónusta Kvennakirkunnar verður sunnudaginn 2. desember kl. 20 í stofum okkar í Þingholtsstræti 17. Séra Auður Eir Vilhjálmsdóttir predikar og Aðalheiður Þorsteinsdóttir stjórnar sálmasöng

Anna Guðmundsdóttir er kaffimóðir. Bökum vöfflur og hitum súkkulaði og njótum þess að vera saman.

By |27 nóvember 2018 20:04|Fréttir|

Verum okkur verulega vænar

Verum okkur verulega vænar

Nú er haldið upp á hundrað ára afmæli loka fyrra stríðsins.  Líka hundrað ára afmæli okkar eigin fullveldis.  Og ársins 1918 er minnst fyrir hörmungar spænsku veikinnar, gossins og kuldans. Nálgast það kannski þröngsýni og eigingirni að fara  að tala um okkar eigin mál þegar svo mörg stórmál eru rædd?

Við erum alltaf hluti af heildinni.  Líka núna.  Við njótum góðæris og við gjöldum vonleysis kvíðans og úrræðaleysisins gagnvart honum.

Hvað gerum við?  Hvers megnum við?  Við megnum nú sem alltaf að taka það í hendur sem við getum.  Við megnum að taka okkar eigin daga í okkar eigin hendur eftir því sem okkur er frekast unnt.  Það er ekki eigingirni heldur hjálp við það sem stendur okkur næst að taka sjálfar okkur að okkur og sjá allt það góða sem heildin hefur gefið okkur.  Að gleðjast og þakka. Þá getum við líka gefið.

Hvað segir þú um þetta?  Er ekki best fyrir okkur að vera okkur eins vænar og við getum og treysta því að einmitt þá verði heldur gott að vera samferða okkur um dagana?

Við skulum biðja fyrir þeim sem hafa tekið það að sér að takast á við velferð okkar allra.  Bænin er kröftug.  Eins  og við vitum allar.

Blíðar kveðjur, Auður

By |18 nóvember 2018 9:10|Dagleg trú|

Kvennakirkjan í Breiðholtskirkju í nóvember

Guðþjónusta Kvennakirkjunnar verður í Breiðholtskirkju sunnudaginn 18. nóvember kl. 20. Séra Hulda Hrönn M. Helgadóttir predikar, Aðalheiður Þorsteinsdóttir stjórnar sálmum og Anna Guðmundsdóttir er kaffimóðir

Þær sem sjá sér fært að færa kaffibrauð fá alúðarþakkir

KOMUM OG GLEÐJUM HVER AÐRA Í GLEÐI GUÐS

By |14 nóvember 2018 9:58|Fréttir|

Einelti og kúgun stúlkna og kvenna á öðrum stúlkum og konum

Í dag 8. nóvember er árlegur dagur gegn einelti og kynferðislegri áreitni.  Þessi dagur er tileinkaður baráttunni gegn ofbeldi í samfélaginu og aðgerðum gegn einelti.

Gott er að skoða þessi málefni frá ólíkum hliðum.  Ég vil hér gera að umræðu einelti stúlkna gegn öðrum stúlkum og einelti kvenna gegn öðrum konum.  Þetta málefni hefur legið í þagnargildi í stað þess að vera opnað og það skoðað hvernig þessi framkoma hefur áhrif á líf okkar kvenna, hegðun og viðbrögð.

Árið 2002 kom út bók sem heitir Odd Girls Out, the hidden culture of aggression in girls eftir Rachel Simmons.  Þetta var fyrsta bókin sem var tileinkuð stelpum og ólíkamlegum átökum.  Hún segir sögu gerenda og þolenda um kúgun stúlkna á öðrum stúlkun og áhrifum hennar á fullorðinsár kvenna.  Þessi bók stendur enn fyrir sínu og er besta bókin um efnið.

Rachel Simmons lenti sjálf í einelti og kúgun af hendi annarrar stúlku sem heitir Abby þegar hún var 8 ára (1984).  Hún gleymdi þessari reynslu ekki sem hafði truflandi áhrif á líf hennar.  Hún þarfnaðist þess að fylla í eyðurnar og ákvað því 16 árum síðar (1990) að leita upplýsinga um málefnið.  Á einni kvöldstund með sex vinkonum komst hún að því að þær hefðu einnig lent í einelti og kúgun af hendi Abbyar en þær hefðu alltaf haldið að þær væru þær einu sem í því lentu.

Það kom á daginn að lítið var að finna á bókasafninu um þetta efni en því meira um yfirgang drengja.  Í þessu fátæklega efni var ekkert sem fjallaði um samskipti lík því sem hún hafði átt við Abby.  Hún fór því að rannsaka málið upp á eigin spýtur, annars vegar með því að spyrja konur og hins vegar með því að fara […]

By |8 nóvember 2018 7:45|Fréttir|

Kynning á bókinni Odd girls out á námskeiði Kvennakirkjunnar

Mánudaginn 22. október verður námskeið í Kvennakikjunni í Þingholtsstrætinu og eins og síðastliðna mánudaga er það haldið á þriðju hæð hjá Elísabetur. Efni þessa námskeiðs er tengd Kvennafrídeginum. Linett Vassel sem hefur barist fyrir rétti kvenna síðan 1970 sagði nýlega í viðtali við Alkirkjuráðið að konur þyrftu að rannsaka valdið mun dýpra sem konur. Og það er það sem ætlunin er að gera á námskeiðinu. Hulda Hrönn M. Helgdóttir einn af prestum Kvennakirkjunnar kynnir bókina Odd girls out eftir Rachel Simmons. Rætt verður um samskipti kvenna, hina földu menningu árásahneigðar stúlkan við aðrar stúlkur. Leitað verður svara við því hvers vegna árásarhneigð og kúgun kvenna á öðrum konum er svona vel falin og um birtingarform hennar. Verið öll hjartanlega velkomin !

By |21 október 2018 22:38|Fréttir|

Guð er alltaf

Yndislegt er það að hafa aftur samband eftir sumarið og heyra hvað við höfum gert síðan við töluðumst við síðast.  Guð er alltaf.  Hún er alltaf hjá okkur, alltaf til taks, alltaf viss um vináttu okkar.  Yndislegt er að eiga vináttuna hver við aðra í trausti okkar til hennar.   Það er ekki hægt að meta það til fulls að eiga hópinn okkar í Kvennakirkjunni og við sendum hver annarri innilegar þakkir fyrir vináttuna.  Við megum hugsa til hópsins sem stendur með okkur í trú okkar.

Ýmislegt hefur gerst hjá sumum okkar í sumar,  eitthvað gott og uppörvaindi hjá okkur öllum en sumar okkar hafa líka horfst í augu við missi og sorg.  Við treystum því að samt hafi líka margt gott gerst og að það styrki okkur. Nú bíða dagarnir sem fara kólnandi og verða dimmari hver af öðrum. Ef okkur finnst það ekki gleðiefni megum við hugsa með réttu að það líður ekki á löngu þangað til þeir verða aftur bjartari og bjartari. Það gerist í desember núna eins og öll ár.

Gleðjumst og fögnum dag eftir dag.  Treystum Guði sem er alltaf hjá okkur, alltaf tilbúin til að standa með okkur.  Það er stórkostlegt.  Af öllum góðum framboðum um betra líf ber framboð Guðs langt af öllum öðrum:  Treystu mér, vertu hjá mér og þá finnurðu að ég er hjá þér.  Ég gef þér alltaf hugsanir sem gera þérgott.  Ég blessa þig alltaf, segir Guð við þig og okkur allar.

Blíðar kveðjur,  Auður

By |16 október 2018 8:44|Dagleg trú|

Guðþjónusta í Seltjarnarneskirkju

Guðþjónusta verður í Seltjarnarneskirkju sunnudaginn 21. október kl. 20. Séra Auður Eir Vilhjálmsdóttir prédikar og Aðalheiður Þorsteinsdóttir stjórnar sálmasöng. Við syngjum, biðjum og tölum við Guð og hver við aðra og drekkum kaffi áður en við skiljumst.

 

By |16 október 2018 8:42|Fréttir|

Námskeið Kvennakirkjunnar eru að hefjast !

Námskeiðin byrja mánudaginn 24.september.  Þau verða í Þinholgtssrtræti 17 frá klukkan hálf fimm til sex,  ekki í stofum okkar heldur uppi á lofti. Gengið upp tröppurnar.    Yfirskrift fyrstu fjögurra mánudaga verður Litirnir í lífinu.  Við höldum námskeiðið allar í sameiningu og borgum hver annarri þúsund krónur fyrir hvert kvöld.  Ekkert verð fyrir svo áhrifaríkt námskeið því við verðum miklu litríkari á eftir.  Komdu og vertu velkomin.

By |19 september 2018 21:19|Fréttir|

Haustið hefst í Laugarneskirkju !

Kvennakirkjan heldur guðþjónustu í Laugarneskirkju sunnudaginn 23. september klukkan 20.  Við tölum um  litina í  lífinu í  litadýrð kristinnar hversdagsgleði okkar.  Séra Hulda Hrönn M. Helgadóttir predikar,   Aðalheiður Þorsteinsdóttir leiðir okkur í yndislegum sálmasöng við blóm og kertaljós og Elísabet Þorgeirsdóttir les bænir okkar.  Drekkum kaffi og tölum saman.   Mikið verður gaman.  Komdu endilega.

By |19 september 2018 21:03|Fréttir|