huldahJá hvernig bregðumst við við?  Sagt er að andstæða kærleikans sé afskiptaleysi.  Afskiptaleysi er hættulegt.  Kærleikurinn er ekki sama og geðleysi.  Kærleikurinn er ekki að láta allt yfir sig ganga.  Við verðum að leggja niður barnaskapinn.  Og elska Guð, og náungann eins og sjálf okkur, hvorki meira né minna.  Þarna liggja mörkin.  Það þjónar kærleikanum að sinna okkar kristnu trú og boða hana með lífi okkar og starfi.   Já hvernig bregðumst við við?   Við bregðumst við með því að tala saman og lifa Kristi – gefa okkur tíma til að vera kristin í lífi og verki.

Er þörf á nýrri siðbót?  Og hver ætti sú siðbót að vera?

 

Bestu kveðjur,  Hulda Hrönn M. Helgadóttir