Prédikun Auðar Eir 17. september 2023

Ræða í Seltjarnarneskirkju
sunnudagskvöldið 17. september 2023

Við skulum tala um eftrvæntinguna. Það kemur alltaf ný eftirvænting á haustin. Finnst þér það ekki? Þegar sólskinið verður öðruvísi á litinn og nýr ferskur andardráttur í veðrinu. Og þegar við söfnumst saman. Ég fór í stofurnar okkar í Þingholtsstræti í vikunni til að senda Fréttabréfið og fann eftirvæntinguna í friðinum og fegurðinni strax og ég opnaði dyrnar. Nú verður eitthvað nýtt og gott í stofunum okkar í vetur. Mitt í því góða og venjulega sem við þekkjum frá því í fyrra og árunum á undan. Við ætlum að hittast strax á morgun í fyrstu samverustundinni og tala saman um veturinn.

Við segjum það alltaf þegar við tölum um gleðina að við vitum líka um sorgina. Þegar við tölum um eftrivæntinguna vitum við líka um kvíðann. Við vitum að lífið er alla vega og segjum það hver annarri. Þess vegna segjum við hver annari frá eftivæntingunni. Af því að við vitum allar að við megum alltaf vænta gleðinnar. Líka þegar andradrátturinn í lífi okkar er ekki blíður blær haustsins heldur gustur vetrarins.

Við lesum Biblíuna. Af því að það sem hún segir okkur er grundvöllur og uppspretta eftirvæntingar okkar. Gáum að eftirvæntingu fólksins í Biblíunni. Þau væntu þess fyrst og fremst að hitta Guð í musterinu. Þar var Guð í réttlæti sínu sem hún umvafði um þau.

En hvað við hlökkum til að koma til þín í musterið, það er það yndislegasta sem við eigum. Þar ríkir réttlæti þitt. Í réttlæti þínu verndar þú okkur gegn öðru fólki og líka gegn sjálfum okkur. Þegar Jesús kom vænti fólk þess að sjá hann. Og hlusta á hann. Og finna friðinn sem hann gaf. Í kirkjunni væntu þau þessa nýja og djúpa friðar og fóru […]

By |2 október 2023 10:47|Prédikanir|

Prédikun Auðar Eir 17. september 2023

Ræða í Seltjarnarneskirkju

sunnudagskvöldið 17. september 2023

Við skulum tala um eftrvæntinguna.  Það kemur alltaf ný eftirvænting á haustin.  Finnst þér það ekki?  Þegar sólskinið verður öðruvísi á litinn og nýr ferskur andardráttur í veðrinu.   Og þegar við söfnumst saman.  Ég fór í stofurnar okkar í Þingholtsstræti í vikunni til að senda Fréttabréfið og fann eftirvæntinguna í friðinum og fegurðinni strax og ég opnaði dyrnar.  Nú verður eitthvað nýtt og gott í stofunum okkar í vetur.   Mitt í því góða  og venjulega sem við þekkjum frá því í fyrra og árunum á undan.  Við ætlum að hittast strax á morgun í fyrstu samverustundinni og tala saman um veturinn.

Við segjum það alltaf þegar við tölum um gleðina að við vitum líka um sorgina.  Þegar við tölum um eftrivæntinguna vitum við líka um kvíðann.  Við vitum að lífið er alla vega og segjum það hver annarri.  Þess vegna segjum við hver annari frá eftivæntingunni.  Af því að við vitum allar að við megum  alltaf  vænta gleðinnar.   Líka þegar andradrátturinn í lífi okkar er ekki blíður blær haustsins heldur gustur vetrarins.

Við lesum Biblíuna.  Af því að það sem hún segir okkur er grundvöllur og uppspretta eftirvæntingar okkar.  Gáum að eftirvæntingu fólksins í Biblíunni.  Þau væntu þess fyrst og fremst að hitta Guð í musterinu.   Þar var Guð í réttlæti sínu sem hún umvafði um þau.

En hvað við hlökkum til að koma til þín í musterið, það er það yndislegasta sem við eigum.  Þar ríkir réttlæti þitt. Í réttlæti þínu verndar þú okkur gegn öðru fólki og líka gegn sjálfum okkur.  Þegar Jesús kom vænti fólk þess að sjá hann.  Og hlusta á hann.  Og finna friðinn sem hann gaf.  Í kirkjunni væntu þau þessa nýja og […]

By |1 október 2023 16:43|Prédikanir|