audurilitminnstVið flytjum bænir okkar í messunum, skrifum þær á miða sem eru lesnir  upphátt.

Ein af bænunum sem við flytjum fyrir bænastundina er þessi:

Við þökkum þér elsku Guð vinkona okkar fyrir að vera hjá okkur og hlusta á bænir okkar.  Þú veist hvernig okkur líður,  þú veist hvað er að gerast í lífi okkar.  Þú þekkir sorg okkar og áhyggjur og gleði okkar, þakklæti og hamingju.  Við vitum að þú heyrir bænir okkar.  Í Jesú nafni,  Amen

Blíðar kveðjur,  Auður Eir