DallaGuð flýtir sér að koma til móts við okkur, hún er alltaf hjá okkur dag og nótt. Nú er fólk víða um heim að hugsa með sér: hvernig getum við verið með Guði og haft hana með í ráðum? Það er ekki lengur í tísku. Orðræðan er þannig að fólk getur hreinlega orðið vandræðalegt ef ég segist vera kristin. Svo fer ég kannski hjá mér ef það nefnir álfa og heilun. Hvað þá ef ég fer eitthvað að nefna Islam og jafnrétti kynjanna.

Frá lokum síðari heimsstyrjaldar hefur fólk eflst í friðarbaráttu og viljað halda fast í áunnin mannréttindi og fenginn sigur í baráttu gegn þrælahaldi. Gleymum því ekki hversu miklir sigrar unnust þar vegna stanslausrar vinnu kristins fólks, sem hafði trúarlegar ástæður til að virða allt fólk.

Sömuleiðis erum við nú, kristið fólk,  sannfært um blessun Guðs og hvatningu til góðra verka. Að lifa blessuð alla daga er ástand sem hvetur til góðs.

Með bestu kveðjum,  Yrsa Þórðardóttir