DallaMaður er nefndur André Gounelle og var prestur í kirkju reformertra í Frakklandi og kennari við guðfræðideild mótmælenda í Montpellier.
Hann hefur ritað bók sem nefnist: Að vera mótmælandi. Meginlínur.( Protestantisme. Les grands principes)
Þar skrifar hann um ábyrgð einstaklingsins og farast svo orð í lauslegri endursögn.
Heimsmynd og umhverfi okkar taka örum breytingum . Það er freistandi og virðist raunar skynsamlegt að hlíta þar leiðsögn sérfræðinga og kjörinna fulltrúa, sem við teljum að hafi kynnt sér málin.Við fylgjum ákveðnum stjórnmálaflokkum, félögum, stofnunum og kirkjum. Hvernig ætti ein manneskja að taka afstöðu eða breyta nokkru til eða frá? Mér virðist þessi afstaða ganga í berhögg við anda mótmælendahefðarinnar. Það er ekki hlutverk annarra, sama þótt þar fari sérfræðingar eða gildar stofnanir, að ákveða fyrir mig hvað ég hugsa, hverju ég trúi eða hvað ég geri eða setja mér leiðarreglur. Ég ber alltaf persónulega ábyrgð á því.
Í upphafi siðbótarinnar var einn maður, Marteinn Lúter. Hann neitaði að þagna eða beygja sig fyrir guðfræðingum Rómarkirkjunnar og keisaradæminu. Bæði ríki og kirkja urðu að beygja sig og breytast. Ein manneskja er miklu meira megnug en við höldum yfirleitt. Hugsum fyrst sjálf, áður en við látum ákveða fyrir okkur.
Bestu kveðjur, Dalla Þórðardóttir