DallaKraftarnir sem Samson hafði  voru úr öllu hófi; eitt sinn sleit hann ljón til dauðs og reif það eins og menn slíta sundur hafurkið, eins og það er orðað, drap fjölda manns með asnakjálka og braut af sér fjötra eins og ekkert væri og hélt rakleiðis úr borginni, gekk á borgarhliðin og braut þau og bar á herðum sér sem fis þegar hann arkaði til fjalls. En orðstír gat hann sér engan og hvorki lauk né hóf það verk sem hann var fæddur til.

Höldum nú aðeins áfram með þessa miklu spenusögu um hetjuna miklu.   Hún er um leið er dapurleg og ljót. Samson virðist hafa verið hinn vörpulegasti maður og mikill kvennaljómi. Ástarsamband hans við Dalílu er enn þekkt og frægt og t.d. söng Tom Jones um það vinsælt dægurlag. Ég man og við, sem erum á þessum aldri, þegar það ómaði í óskalagaþáttunum. Meira bráðum.

Með bestu kveðjum,  Dalla Þórðardóttir