GudbjorgminnstÍ samfélaginu við Krist Jesú gildir hvorki umskurn né yfirhúð heldur trú sem verkar í kærleika.  (Galatabréfið 5.6)

Það er vinna að vera góð manneskja, það er bara stundum hunderfitt að gera það sem er rétt og maður veit að maður á að gera en það er æfing.  Góð bæn sem ég þarf stundum sjálf að fara með eða þyrfti oftar að fara með er:  ,,Góði Guð, í dag hef ekki talað illa um neinn, ég hef ekki misst móðinn.  Ég hef ekki verið geðstirð, viðskotaill eða sjálfselsk.  En eftir nokkrar mínútur fer ég fram úr rúminu og frá og með þeirri stund þarf ég talsverða hjálp frá þér.  Amen“  Jesús setti mælistiku á allar mögulegar og ómögulegar reglur og það var kærleikurinn og til þess að rækta bæði trúna og kærleikann höfum við ýmsar leiðir.  Gott er að minna okkur á alla daga að miðlum í öllu okkur lífi trú sem verkar í kærleika, vera góð við okkur sjálf og aðra í kringum okkur og þá verum við á réttri leið.  Alla vega reynum, stundum tekst okkur vel upp og stundum ekki en við reynum og Guð styður okkur 100% með því að gefa okkur enn meiri trú sem verkar í kærleika.

Guðbjörg Arnardóttir