Þá hefur annað upplag að nýútkomnu hefti í ritröð Kvennakirkjunnar, Vertu leiðtogi í þínu eigin lífi  eftir Auði Eir Vilhjálmsdóttir verið gefið út.

Þetta er lítið hefti í 5 köflum og 5 fallegum litum og er um möguleikana til að lifa hversdagslegu lífi okkar með hin undursamlegu ráð Fjallræðunnar í hjarta okkar. Heftið var upprunalega kynnt á nýafstöðu námskeiði í Kvennakirkjunni með sama nafni.
Heftið fæst á 1500 krónur.

Hægt er að hafa samband  við þær sem bralla daglega í Þingholtsstræti – og svo verður heftið  líka til sölu í Kirkjuhúsið.  Síminn okkar er 551 3934 og netfangið kvennakirkjan (hja) kvennakirkjan.is. Nú svo er líka hægt að hringja til Auðar í 864 2534.

Bókin vakti svoddan lukku á námskeiðinu að konum fannst nauðsynlegt að gefa tækifæri til að hafa hana til gjafa svo Aðalheiður prentsmiðjustóri okkar prentaði meira fyrir okkur.