Fyrsta messa Kvennakirkjunnar að hausti ber yfirskriftina ,,Uppskera haustsins“ og fer hún fram í Seltjarnarneskirkju, sunnudaginn 14. september kl. 20:00. Sr.  Arndís Linn prédikar, Auður Hermannsdóttir segir frá trú sinni og Kristín Þóra Harðardóttir lögfræðingur og kvennakirkjukona talar um gleði matfanganna. Ragnhildur Ásgeirsdóttir syngur og Aðalheiður Þorsteinsdóttir stjórnar söng og gleði. Á eftir komum við saman og hægt er að kaupa kaffi fyrir 700 krónur. Þær sem sjá sér fært að koma með meðlæti fá alúðar þakkir.